Books Should Be Free
Loyal Books
Free Public Domain Audiobooks & eBook Downloads
Search by: Title, Author or Keyword

Sæfarinn Ferðin kring um hnöttin neðansjávar   By: (1828-1905)

Book cover

First Page:

SÆFARINN

(Ferðin kring um hnöttin neðansjávar)

EFTIR JULES VERNE

KOSTNAÐARMAÐUR PÉTUR G. GUÐMUNDSSON

REYKJAVÍK 1908

PRENTSMIÐJAN GUTENBERG

Sæfarinn.

(Ferðin umhverfis hnöttinn, neðansjávar).

Eftir Jules Verne.

I.

Það var árið 1866, að sá kvittur kom upp og gekk staflaust um öll lönd, að vart hefði orðið við sjóskrímsl eitt mikið og ilt.

Sumum fanst nú samt fátt um þessa sögu, sem heyrðu hana í fyrsta sinni. Sögðu þeir þetta mundu vera sæorminn alkunna, sem kemur í ljós á hverju ári og hverfur aftur án þess að gera nokkrum manni mein.

En í þetta sinn urðu margir að láta sannfærast, þó ekki væru þeir auðtrúa, því skrímsl þetta var séð af mörgum skipum og hvað eftir annað. Einu sinni sást það frá tveim skipum í senn, og var svo skamt frá þeim, að gera mátti áætlun um stærð þess. Eftir því sem sagan sagði, var það miklu meira vexti en nokkurt annað dýr, dautt eða lifandi, sem þekst hefir í höfum jarðarinnar. Það fylgdi líka sögunni, að það væri ærið hraðfara, því að á hálfsmánaðarfresti kom það í ljós á tveim stöðum með þúsund mílna millibili.

Sögur um sjóskrímslið vóru á hvers manns vörum. Blöðin fluttu langar greinar um það, og gamanvísur vóru sungnar um það á leikhúsunum.

Og lærðir menn háðu harðar rimmur. Þeir gátu ekki borið á móti því að skrímslið væri til, svo margir menn höfðu séð það og svo var hitt, að í undirdjúpum hafsins þóttust menn vita, að vera mundi risavaxinn gróður og var ekki ólíklegt að í þeim miklu skógum hefðust við skrímsl og dýr ýmisleg, sem öllum væru ókunn. Það var því ekki ólíklegt, að þetta skrímsl hefði hröklast þaðan af tilviljun og flækst upp að yfirborðinu.

En þá var eftir að vita hvers konar skepna þetta var. Var það risavaxinn kolkrabbi eða var hægt að skipa því í flokk með hvölunum?

Sagnirnar sem um það gengu vóru margar og misjafnar, svo lítið var á þeim að byggja. Sögurnar um sjóskrímslið, sem gengið höfðu í blöðum og manna munni bárust nú inn í vísindaleg tímarit og urðu þar óþrotlegt þrætuefni.

Það var á öndverðu ári 1867, að ég var á heimleið til Parísar úr vísinda leiðangri í Nebraska, og var staddur í Nýju Jórvík. Tíðindamenn stórblaðanna þefuðu mig uppi þegar í stað, og leituðu álits míns um mál þetta, sem þá var efst á baugi og mest um talað. Þótti þeim mikið undir því komið, hvað ég segði um það, því ég var prófessor við náttúrugripasafnið í París og höfundur bókarinnar: "Um leyndardóma undirdjúpanna". Ég gat ekki skorast undan því með öllu, en reyndi þó að forðast allar staðhæfingar. Bar ég það fyrir, að enn væri ókunnugt um eðli dýrsins og náttúru. Þó þótti mér mest líkindi til, að þetta væri risavaxið náhveli, eftir öllum líkum að dæma.

Að dýrið væri hvalakyns, og einmitt af þessu tægi, réði ég af atviki, sem kom fyrir, meðan ég stóð við í Nýju Jórvík.

Það var í aprílmánuði, að gufuskipið "Skotland", eitt með stærstu og fegurstu skipum Cunard línunnar, var á ferð úti í Atlantshafi, svo sem 150 mílur vestur af Englands ströndum. Veður var kyrt og fagurt og skipið klauf sjóinn með jöfnum hraða. Þá vissu menn ekki fyr til, en skipið kiptist við, eins og það hefði höggvið niður eða rekist á eitthvað. Farþegarnir urðu þegar óttaslegnir og Anderson skipstjóri átti fult í fangi með að telja um fyrir þeim. Mikil hætta gat varla vofað yfir, því innanrúmi skipsins var skift í 7 hluta með vatnsheldum milligerðum, svo þó gat kæmi á skipið, og eitt rýmið fyltist sjó, hlaut það að fljóta eftir sem áður.

Svo fór skipstjóri niður hið bráðasta, að gæta vegsummerkja... Continue reading book >>
eBook Downloads
ePUB eBook
• iBooks for iPhone and iPad
• Nook
• Sony Reader
Kindle eBook
• Mobi file format for Kindle
Read eBook
• Load eBook in browser
Text File eBook
• Computers
• Windows
• Mac

Review this bookPopular Genres
More Genres
Languages
Paid Books