Books Should Be Free
Loyal Books
Free Public Domain Audiobooks & eBook Downloads
Search by: Title, Author or Keyword

Húsabætur á sveitabæjum Uppdrættir og áætlanir   By:

Book cover

First Page:

Húsabætur á sveitabæjum.

Uppdrættir og áætlanir eptir Jón Sveinsson, trjesmið

Landskjálftasamskotanefndin í Reykjavík (frá 1896) hefir prenta látið

Reykjavík. Ísafoldarprentsmiðja 1898.

Sýnilega ber tíminn það með sjer, að menn láta sjer almennt mestu varða að bæta hýbýli sín; þeir sjá orðið og sýna, að ekki verður bætt úr því tjóni, sem torfbæirnir hafa í för með sjer, með neinu öðru en velgerðum og hentugum timburhúsum, að þau borga sig hlutfallslega innan skamms, og að vert sje að klífa til þess þrítugan hamarinn.

Tilgangurinn með uppdráttum þessum og áætlunum er því sá, að þeim, sem vilja koma sjer upp timburhúsum í stað torfbæja, gefist kostur á nokkrum leiðbeiningum, sem gæti orðið þeim til stuðnings að ýmsu leyti, svo sem til sparnaðar, betri hagnýtingar á efni og rúmi, og að því er snertir ýmislegt fyrirkomulag og þægindi á húsinu við afnot þess, til traustleika og skjóls o.s.frv.

Að helztu menn í hreppi hverjum kynni sjer sem bezt uppdrætti þessa og áætlanir, er eigi einungis þeim sjálfum gott, heldur áríðandi fyrir hreppinn, þar sem þeir munu bæði skilja bezt, hver not geta að þeim orðið, og þeir eru leiðtogar og hvatamenn sveitunga sinna.

Uppdrættir og áætlanir eru: af húsi A, B, C, D, E og F, og af baðstofuhúsi nr. 1, nr. 2 og nr. 3.

Aptan við hverja áætlun eru ýmsar athuganir, og bent á ýms áríðandi atriði viðvíkjandi uppdrættinum næst á undan, og er mjög áríðandi, að menn gjöri sjer ljósa grein fyrir þeim afbrigðum, sem talað er um að gjöra megi frá sjálfum uppdráttunum.

Húsið A

6×8 álnir.

Máttarviðir. kr. a.

2 trje í aurslár (fótstykki) 16 feta 5×5 þml., fetið á 14 aura 4 48

10 trje í gólfslár og bita 12 feta 5×5 þml., fetið á 14 aura 16 80

4 trje í sillur og »lausholt« 16 feta 4×4 þml., fetið á 10 aura 6 40

8 trje í grindina 12 feta 4×4 þml., fetið á 10 aura 9 60

2 trje í grindina 13 feta 4×4 þml., fetið á 10 aura 2 60

20 trje í stafi og sperrur 9 feta 4×4 þml., fetið á 10 aura 18 00

8 trje í skástoðir 10 feta 4×4 þml., fetið á 10 aura 8 00

Plankar.

6 battingsplankar 12 feta 2×4 þml., fetið á 5 aura 3 60

8 battingsplankar í gluggakistur 14 feta 2×5 þml., fetið á 6 aura 6 72

Borðviður.

9 tylftir af plægðum borðum, óhefl. 14 feta 5/4×6 þml., tylftin á kr. 10,00 90 00

5 tylftir af plægðum borðum, óhefl. 12 feta 5/4×5 þml., tylftin á kr. 8,57 42 85

14 tylftir af sænskum þilborðum 14 feta ¾×4 þml., tylftin á kr. 6,00 84 00

3 tylftir af málsborðum 12 feta 5/4×7 þml., tylftin á kr. 9,00 27 00

3 tylftir af málsborðum 14 feta 1×7 þml., tylftin á kr. 9,00 27 00

4 tylftir af strik. og plægð. þilborðum 14 feta 5/4×6 þml., tylftin á kr. 11,00 44 00

4 tylftir af gólfborðum 16 feta 5/4×6 þml., tylftin á kr. 12,00 48 00

1 tylft af gólflistum (Fodpanel) á 6 kr., 1 tylft af dyra og gluggalistum (gerikt) á 6 kr. 12 00

Pappi og fleira.

335 {~WHITE SQUARE~} álnir af pappa (Panelpap), al... Continue reading book >>
eBook Downloads
ePUB eBook
• iBooks for iPhone and iPad
• Nook
• Sony Reader
Kindle eBook
• Mobi file format for Kindle
Read eBook
• Load eBook in browser
Text File eBook
• Computers
• Windows
• Mac

Review this bookPopular Genres
More Genres
Languages
Paid Books